Tungutorg
Vélrænar þýðingar — Perkomputila tradukado — Machine translation — Maskinoversættelse
       Um Tungutorg  |  Skýrsla  |  Um vélrænar þýðingar  |  Um mörkun texta
Mikilvæg tilkynning: Tungutorg hættir starfsemi í lok árs 2025 - smelltu til að lesa meira

Kæru notendur Tungutorgs,

Eftir margra ára þjónustu við tungumálaþýðingar mun Tungutorg hætta starfsemi sinni nú um áramótin.

Tungutorg var fyrst sett á laggirnar árið 2008 af Stefáni Briem. Í gegnum árin hefur Tungutorg þjónað sem brú milli íslensku, ensku, dönsku og esperanto. Við vonum að það hafi reynst ykkur bæði gagnlegt og ánægjulegt.

Eftir hraða þróun vélrænna tungumálaþýðinga síðustu ára og tilkomu nýrra þýðingarþjónustna fyrir íslensku, samfara minnkandi notkun Tungutorgs og fráfalli Stefáns fyrir þremur árum, teljum við rétt að kveðja vefinn.

Ef þið hafið hugleiðingar eða góðar minningar af Tungutorgi, þætti okkur vænt um að heyra frá ykkur. Þið getið sent skilaboð til Tungutorgs-teymisins hér.

Bestu kveðjur
Teymið á bak við Tungutorg
(nóvember 2025)

Frumtextinn er afritaður í reitinn eða sleginn inn. Stærð frumtextans má ekki fara yfir 10000 stafi hverju sinni. Lengri texta þarf að klippa niður í búta og þýða eða marka einn bút í einu.

Tungutorg var opnað fyrir almenna notendur Internets 29. mars 2008, í fyrstu til reynslu í eitt ár. Að fenginni þeirri reynslu, mikilli notkun og uppörvandi viðbrögðum notenda hefur rekstur Tungutorgs verið framlengdur um óákveðinn tíma.

Þýðingarnar eru gjaldfrjálsar. Engin ábyrgð er tekin á að þær séu réttar né heldur á öðrum gæðum þeirra.

Frumtexti Hnappaborð  Hjálp
    0
Marktexti